Stóra Fjarðarhorn
Stóra-Fjarðarhorn er í botni Kollafjarðar á Ströndum. Bústofninn telur um 550 ær, flestar kollóttar en nokkrar hyrndar líka. Fjölbreytnina viljum við halda í og eiga helst alla liti íslensku litaflórunnar þó svo að hvítar kindur séu algengastar.
Beitilandið er vel gróið og nær frá fjöru, inn dali og upp á fjallstoppa. Grösugir dalir er hluti af landinu og falleg á rennur um landið.
Heyjað í rúllur og ef þörf er á viðbótarfóðri er gefið kjarnfóður. Steinefnagjöf og nauðsynlegar lyfjagjafir eru í samráði við dýralækni. Lyfjagjöf er að sjálfsögðu reynt að takmarka eins mikið og kostur er en þó eru fyrirbyggjandi meðferðir hluti af framleiðsluferlinu.
Á vorin fara lambærnar út á túnin og eru þar þangað til úthagi er orðinn nógu gróinn til að þola beit. Langstærstur hluti lambanna fer beint af úthagabeit í sláturhús. Grænfóðurræktun er lítil. Ærnar eru svo innan girðinga þar til þær eru teknar á hús um haustið.
Sláturhús
Öllum gripum er slátrað í sláturhúsið SKVH á Hvammstanga.
Kjötvinnsla
Öll kjötvinnsla fer einnig fram í sláturhúsi SKVH á Hvammstanga