Gemlufall er við norðanverðan Dýrafjörð og er með um 250 ær á vetrarfóðrum. Sumarhagar eru allt á milli fjalls og fjöru, dalir og fjallendi eru upp af bænum. Það er vitað að mestu leiti hvar ærnar ganga í sumarhögum, enda vanafastar á sína föstu sumarbeit. Ærnar velja sitt beitiland sjálfar, það er að segja að þær eru ekki fluttar á beitilandið heldur ganga þær með lömbin frjálst um hagana. Vörurnar frá Gemlufalli eru seldar beint til neytenda eftir pöntun undir merkjum „Beint frá býli“.

 

Gróðurflokkun beitilanda

Beitilöndin eru flokkuð eftir gróðurflokkum Náttúrufræðistofnunar Íslands en Náttúrustofa Vestfjarða kortlagði gróðurinn með því á fara á staðinn og skoða gróðurinn. Síðan er hann kortlagður á staðnum og á tölvu með hjálp loftmynda og gervitunglamynda.

Kortin sýna beitarlöndin hjá hverju býli og er samantekt á ríkjandi gróðursamfélögum. Gróðursamfélög eru svo flokkuð í gróðurlendi og eftir skyldleika þeirra innbyrðis. Nánar um flokkun gróðurs er að finna undir beitarhagi og á vef Náttúrufræðistofnun Íslands

Sláturhús

Kjötvinnsla

 

 

 

Til baka

Um okkur

Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða, Beint frá Býli, Iceland fish export, Snerpu ehf, Húsavíkurbúsins og Gemlufallsbúsins.

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða árið 2014 fyrir fyrstu skrefum verkefnisins.

Markmið verkefnisins er að hafa möguleika á því að rekja vöru er hægt að sýna fram á uppruna hennar og hvaða leið hún hefur farið í gegnum virðiskeðjuna. Með þessari aðferð er hægt að velja sér kjöt eftir beitilandi og þá bragðgæðum kjöts, því sýnt hefur fram á að beitiland hefur áhrif á bragðgæðum lambakjöts.