Gemlufall
Gemlufall er við norðanverðan Dýrafjörð og er með um 250 ær á vetrarfóðrum. Sumarhagar eru allt á milli fjalls og fjöru, dalir og fjallendi eru upp af bænum. Það er vitað að mestu leiti hvar ærnar ganga í sumarhögum, enda vanafastar á sína föstu sumarbeit. Ærnar velja sitt beitiland sjálfar, það er að segja að þær eru ekki fluttar á beitilandið heldur ganga þær með lömbin frjálst um hagana. Vörurnar frá Gemlufalli eru seldar beint til neytenda eftir pöntun undir merkjum „Beint frá býli“.
Gróðurflokkun beitilanda
Beitilöndin eru flokkuð eftir gróðurflokkum Náttúrufræðistofnunar Íslands en Náttúrustofa Vestfjarða kortlagði gróðurinn með því á fara á staðinn og skoða gróðurinn. Síðan er hann kortlagður á staðnum og á tölvu með hjálp loftmynda og gervitunglamynda.
Kortin sýna beitarlöndin hjá hverju býli og er samantekt á ríkjandi gróðursamfélögum. Gróðursamfélög eru svo flokkuð í gróðurlendi og eftir skyldleika þeirra innbyrðis. Nánar um flokkun gróðurs er að finna undir beitarhagi og á vef Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sláturhús
Kjötvinnsla