Barbara Ósk Guðbjartsdóttir og Viðar Guðmundsson,
Miðhús, Kollafirði, 510 Hólmavík
Sími: 4513340
brellir@ismennt.is
Stóra-Fjarðarhorn er í botni Kollafjarðar á Ströndum. Bústofninn telur um 550 ær, flestar kollóttar en nokkrar hyrndar líka. Fjölbreytnina viljum við halda í og eiga helst alla liti íslensku litaflórunnar þó svo að hvítar kindur séu algengastar.
Beitilandið er vel gróið og nær frá fjöru, inn dali og upp á fjallstoppa. Grösugir dalir er hluti af landinu og falleg á rennur um landið....
Húsavík er á sjávarbakkanum við sunnanverðan Steingrímsfjörð, við veg 68 um 2 km frá vegamótum á Djúpvegi um Arnkötludal. Landið er vel gróið valllendi með sjó, lækjum og ám og á láglendi lyngásar með stararflóum á milli. Sumarhagar eru algrónir í 400 m hæð með stararmóum, hallamýrum, valllendis-og lyngbrekkum...
Gemlufall er við norðanverðan Dýrafjörð og er með um 250 ær á vetrarfóðrum. Sumarhagar eru allt á milli fjalls og fjöru, dalir og fjallendi eru upp af bænum. Það er vitað að mestu leiti hvar ærnar ganga í sumarhögum, enda vanafastar á sína föstu sumarbeit. Ærnar velja sitt beitiland sjálfar, það er að segja að þær eru ekki fluttar á beitilandið heldur ganga þær með lömbin frjálst um hagana. Vörurnar frá Gemlufalli eru seldar beint til neytenda eftir pöntun undir merkjum „Beint frá býli“.
Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða, Beint frá Býli, Iceland fish export, Snerpu ehf, Húsavíkurbúsins og Gemlufallsbúsins.
Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða árið 2014 fyrir fyrstu skrefum verkefnisins.
Markmið verkefnisins er að hafa möguleika á því að rekja vöru er hægt að sýna fram á uppruna hennar og hvaða leið hún hefur farið í gegnum virðiskeðjuna. Með þessari aðferð er hægt að velja sér kjöt eftir beitilandi og þá bragðgæðum kjöts, því sýnt hefur fram á að beitiland hefur áhrif á bragðgæðum lambakjöts.